81 smit innanlands og 80% í sóttkví

Röð í skimun vegna Covid-19 við Suður­lands­braut 34
Röð í skimun vegna Covid-19 við Suður­lands­braut 34 mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greindist 81 nýtt kórónuveirusmit innanlands í gær. Af þeim voru 80% í sóttkví eða 65 einstaklingar en 16 voru fyrir utan. Nýgengi smita hefur aldrei verið jafn hátt á hverja 100 þúsund íbúa eða 281,2 síðustu tvær vikur.

26 eru á sjúkrahúsi og af þeim eru þrír á gjörgæsludeild Landspítalans.

Átján bíða nú niðurstöðu mótefnamælingar eftir að hafa greinst með veiruna við landamæraskimun. Alls var tekið 2.181 sýni hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Landamæraskimanirnar voru 570 talsins.

Nú eru 1170 í einangrun á landinu öllu og hefur fjölgað um 38 á milli daga. Í sóttkví eru 3.035 og 1.609 eru í skimunarsóttkví.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 1015 í ein­angr­un og 2391 í sóttkví. Smit eru í öllum landshlutum fyrir utan Austurland en þar eru 6 í sóttkví. Á Suðurnesjum er 41 smitaður og 408 í sóttkví. Á Suður­landi eru 64 í einangrun og 67 í sóttkví.

Á Norðurlandi eystra eru 12 í einangrun og 98 í sóttkví en á Norðurlandi vestra er 1 smitaður og 3 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 11 í einangrun og 5 í sóttkví. Á Vesturlandi eru 19 smitaðir og 17 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 7 smitaðir og 40 í sóttkví.

126 börn yngri en 12 ára með Covid-19

Flest smit eru í aldurshópnum 18-29 ára eða 333 talsins. Næstflest á aldrinum 30-39 ára eða 204 og 156 einstaklingar á fimmtugsaldri eru með staðfest Covid-19 smit núna. Á aldrinum 50-59 ára eru smitin 133 talsins og 91 á aldrinum 60-60 ára. 59 smit eru meðal fólks sem er komið yfir sjötugt.

Börn yngri en eins árs sem eru í einangrun vegna Covid-19 eru 11 talsins, 31 barn á aldrinum 1-5 ára og 84 börn á aldrinum 6-12 ára. Á aldrinum 13-17 ára eru 68 smit. Það þýðir að 194 börn yngri en 18 ára eru smituð í dag af Covid-19. Af þeim eru 126 börn yngri en 12 ára.

mbl.is