Kannast ekki við óleyfisframkvæmdir

Unnið hefur verið að breytingum á fyrstu hæð Þjóðleikhússins að …
Unnið hefur verið að breytingum á fyrstu hæð Þjóðleikhússins að undanförnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var leitað leyfis fyrir öllum breytingum sem hafa verið gerðar,“ segir Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, í tilefni ummæla Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Gagnrýndi hún harðlega nýlegar framkvæmdir í Þjóðleikhúsinu, sem hún sagði að hefðu verið samþykktar eftir á.

Hafði samband fyrirfram 

„Þjóðleikhúsið hafði samband við okkar deild snemmsumars í júní og kynnti okkur þessar hugmyndir sem voru á döfinni,“ segir Pétur og vill ekki kannast við að borgin hafi farið á svig við reglur þegar framkvæmdir fóru fram á húsinu, sem hefur verið friðað frá árinu 2004.

Segir Pétur einnig að allar breytingarnar séu afturkræfar að undanskildum breytingum á tröppum Þjóðleikhússins, sem voru lagðar fyrir húsafriðunarnefnd og voru samþykktar. Breytingarnar hafi verið unnar í góðu samstarfi við ríkið:

„Það var sérstaklega gætt þess að bora ekki í veggi eða gólf, þar sem eru sérstaklga málaðir veggir eða gólfflísar. Þess var gætt að skemma ekki veggfleti hússins. Síðan verður miðasalan aftur sett í upprunalega miðasölubásinn fyrir miðju svo það er verið að færa ákveðna hluti í upprunalegt horf,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert