Milljarða framkvæmdir á Eskifirði

Næst er nýr frystiklefi, hægra megin við hann er uppsjávarfrystihús, …
Næst er nýr frystiklefi, hægra megin við hann er uppsjávarfrystihús, sem tekið var í notkun 2016, og á milli er tengibygging, sem enn vantar þakið á. Fjær er fiskimjölsverksmiðja með mjöl- og lýsistönkum og við bryggju er Guðrún Þorkelsdóttir SU. Ljósmynd/Gungör Tamzok

Prófanir hefjast í næstu viku í nýrri frystigeymslu Eskju á Eskifirði, en fullbúin kostar hún um hálfan annan milljarð króna.

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju, segir að um löngu tímabæra fjárfestingu sé að ræða, en frystar afurðir hafa verið geymdar í frystiklefum á nokkrum stöðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þá eru hafnar framkvæmdir við stækkun á höfninni á Eskifirði, en mikil starfsemi fer fram á athafnasvæðinu innarlega í bænum. Kostnaður við stækkunina er áætlaður um einn milljarður og eru verklok áætluð vorið 2022. Að sögn Jóns Björns Hákonarsonar, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, eru framkvæmdirnar meðal þeirra umfangsmestu í sveitarfélaginu í ár og á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »