Smitaði hópurinn kom frá Póllandi

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópurinn sem greindist með kórónuveirusmit á landamærunum í gær kom hingað með flugvél frá Póllandi.

Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, og bætir við að hann hafi ekki upplýsingar um þjóðerni fólksins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi að átján manns hefðu greinst með veiruna á landamærunum. Fólkið var á ferðalagi erlendis en er búsett á Íslandi. Smitrakning kann að leiða til þess að fleiri smit greinist.

Beðið er eftir mótefnamælingu til að sjá hvort smitin eru virk eða gömul. „Þetta er óvenjumikið sem greinist á landamærunum,“ sagði Þórólfur á fundinum.

Uppfært kl. 15.26:

Aðspurð segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að umrædd flugvél hafi ekki verið á vegum flugfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert