Um slys að ræða

mbl.is/Sverrir

Talið er fullvíst að maðurinn sem fannst látinn í vesturbæ Kópavogs á mánudagsmorgun hafi látist af slysförum að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir greindi fyrst frá þessu.

Karl Steinar segir í samtali við mbl.is að svo virðist sem maðurinn hafi fest hönd í gámi Rauða krossins þegar hann reyndi að teygja sig ofan í gáminn og um slys hafi verið að ræða. Andlát mannsins, sem var um þrítugt, er enn til rannsóknar og er beðið niðurstöðu krufningar. Ekki er vitað að sögn Karls Steinars hvenær slysið varð en lík mannsins fannst um áttaleytið að morgni mánudags, 12. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert