Íhugar að stefna ríkinu fyrir glórulausa óvissuferð

Bjarni Ákason.
Bjarni Ákason. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Ákason, athafnamaður og fjárfestir, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa stungið um 44 milljónum króna undan skatti.

„Ég vona að þessi langa sorgarsaga sé loks á enda,“ sagði Bjarni og er ómyrkur í máli um framgöngu yfirvalda í málinu, ekki þá síst hve lengi það hafi velkst í kerfinu af tilefnislausu.

Að sögn Bjarna var upphaf málsins það, að tvítalið hafi verið fram á hann og fyrirtæki í eigu hans á árunum 2007-2009. Þegar það kom í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra, óskað leiðréttingar vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri loks fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins, en ekki framtal Bjarna sjálfs, og málið sent áfram til skattrannsóknarstjóra, sem í fyllingu tímans hafi sent það til héraðssaksóknara, en í millitíðinni fékk Bjarni tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert