Inflúensubólusetning er mikilvæg nú

Bólusetja ætti viðkvæma hópa fyrst gegn árlegri inflúensu, að mati …
Bólusetja ætti viðkvæma hópa fyrst gegn árlegri inflúensu, að mati Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors og smitsjúkdómalæknis. mbl.is/​Hari

Niðurstöður rannsóknar Ensku lýðheilsustofnunarinnar benda til þess að fólk sem smitaðist bæði af nýju kórónuveirunni og inflúensu á tímabilinu frá janúar til apríl á þessu ári hafi verið í meiri hættu á að verða alvarlega veikt eða að deyja en fólk sem einungis var með Covid-19.

Dánarhlutfall þeirra sem smituðust af báðum sjúkdómunum samtímis var meira en tvöfalt hærra en þeirra sem voru bara með Covid-19. Þekktir læknar á Englandi hvetja til þess að sem flestir verði nú bólusettir gegn hinni árlegu inflúensu vegna kórónuveirufaraldursins. Danskur smitsjúkdómalæknir hvetur fólk til að hugleiða að láta bólusetja sig.

Það að bólusetja ungt og hresst fólk gegn árlegri inflúensu ætti ef til vill að mæta afgangi, að mati Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors og smitsjúkdómalæknis. Það fer þó eftir birgðum af bóluefni.

Hann telur að halda eigi þeirri forgangsröðun sem stuðst hefur verið við. Það er að bólusetja fyrst viðkvæma hópa eins og aldraða, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk, að því er fram kemur  í umfjöllun um mál þessi í Morgfgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert