Lögreglumenn oft í sóttkví

„Sumir eru að fara í sína þriðju eða fjórðu sóttkví,“ segir lögreglumaðurinn Hilmir Kolbeins sem ræddi við mbl.is um hvernig þriðja bylgja faraldurs kórónuveirunnar sé að birtast lögreglumönnum. Helsti munurinn sé að veiruna sé nú að finna mun víðar í samfélaginu sem geri þá útsettari fyrir smitum.

Þessu fylgi mikið álag aukalega þar sem vanalega fylgi því mikið umstang þegar skipuleggja þarf sóttkví hjá fjölskyldum. „Ég veit að þetta leggst mjög þungt á lögreglumenn sem lenda í því.“ Sjálfur hefur hann einu sinni lent í sóttkví sem hann segir sem betur fer hafa varað stutt. Hann biðlar því til almennings að fylgja tilmælum yfirvalda um persónulegar sóttvarnir, að halda fjarlægð og spritta. 

Í myndskeiðinu er rætt við Hilmi sem hefur verið í röðum lögreglunnar frá árinu 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert