Óvenju líflegt í Leifsstöð

Óvenju margar flugvélar fara frá Keflavíkurflugvelli í dag en alls eru fimm brottfarir á áætlun. Frá því reglur voru hertar við komuna til Íslands hefur farþegaflug nánast legið niðri um Keflavíkurflugvöll. 

Í dag fljúga aftur á móti fjögur flugfélög fimm áætlunarferðir héðan. Icelandair flýgur til Kaupmannahafnar og Alicante, EasyJet og British Airways til London (Luton og Heathrow) og Air Baltic til Riga. 

Á morgun eru sjö farþegaferðir á áætlun frá Keflavíkurflugvelli og sex flugfélög skráð fyrir þeim. Þetta getur aftur á móti breyst því skráning flugferða er alfarið á ábyrgð viðkomandi flugfélaga.

mbl.is