Sá sem lést vegna veirunnar var á níræðisaldri

Ellefu eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Íslandi.
Ellefu eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Íslandi. mbl.is

Sjúklingurinn sem lést í nótt á Landspítalanum af völdum kórónuveirunnar var á níræðisaldri. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Fyrr í dag var greint frá því að einstaklingur hafi látist af völdum veirunnar og sagði Þórólfur í samtali við mbl.is að hann gerði ráð fyrir því að þessar fregnir myndu vekja fólk til umhugsunar um alvarleika faraldurins. 

„Þetta er ekki bara einhver saklaus kvefpest,“ sagði Þórólfur en bætti við að vísbendingar væru um að faraldurinn væri á niðurleið hér á landi. Í gær greindust 67 ný smit innanlands og voru tveir þriðju þeirra í sóttkví við greiningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina