Bjart og milt á Norðausturlandi

Sólin skín á Húsavík.
Sólin skín á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri um allt land í dag. Bjart með köflum norðaustanlands, annars skýjað og lítilsháttar væta.

Hiti 1 til 8 stig, mildast við suður- og vesturströndina.

Í kvöld gengur í suðvestan 5-13 m/s með rigningu eða súld víða á landinu. Hægari vindur í fyrramálið, en snýst í vaxandi norðaustanátt á morgun, víða 8-15 m/s síðdegis, hvassast norðvestantil á landinu.

Það verður rigning eða slydda með köflum á norðan- og austanverðu landinu, en á fjallvegum gæti úrkoman fallið sem snjókoma. Sunnan- og vestanlands léttir hins vegar til seinnipartinn, þegar norðaustanáttin nær sér á strik.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert