Bjóða út stígagerð við Rauðavatn

Á hesti við Rauðavatn
Á hesti við Rauðavatn mbl.is/Hari

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við stígagerð við Rauðavatn. Þetta svæði hefur notið vaxandi vinsælda útivistarfólks. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 140 milljónir króna.

Samkvæmt kynningu skrifstofu framkvæmda og viðhalds felst verkið í því að gera nýja göngu- og hjólastíga ásamt færslu reiðstíga sunnan og austan við Rauðavatn. Stígarnir verða upplýstir með snjalllýsingarbúnaði með tilliti til orkusparnaðar og öryggis.

Stígagerðin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Verkið er hluti af áætlun um að flýta fjárfestingarverkefnum Reykjavíkurborgar með það að markmiði að veita viðspyrnu við atvinnuleysi af völdum Covid-19.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í nóvember næstkomandi og ljúki í desember 2020. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »