Hundrað nemendur í sóttkví

Öll unglingadeild Austurbæjarskóla hefur verið send í sóttkví.
Öll unglingadeild Austurbæjarskóla hefur verið send í sóttkví. mbl.is/Árni Sæberg

Öll unglingadeild Austurbæjarskóla hefur verið send í sóttkví vegna smits sem greindist hjá nemanda við skólann, að því er fram kemur í orðsendingu til foreldra frá skólastjóra skólans. Rúv greinir frá.

Verða nemendurnir í svokallaðri úrvinnslusóttkví til og með 20. október en að lokinni smitrakningu er talið að nemendurnir hafi allir verið útsettir fyrir smiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert