Nemendur í Austurbæjarskóla í úrvinnslusóttkví

Allir nemendur unglingadeildar Austurbæjarskóla í Reykjavík eru í úrvinnslusóttkví þar …
Allir nemendur unglingadeildar Austurbæjarskóla í Reykjavík eru í úrvinnslusóttkví þar til rakningarteymið hefur lokið rakningu. mbl.is/Árni Sæberg

Smit kom upp hjá nemanda á unglingastigi í Austurbæjarskóla í Reykjavík í gær. Allir nemendur í unglingadeild skólans voru sendir í úrvinnslusóttkví í gærkvöldi. Þurfa þeir að vera heima í sóttkví þar til smitrakningarteymið hefur lokið rakningu sinni. Rúv greindi fyrst frá.

Þá munu einhverjir nemendur fara í skimun en aðrir munu losna úr sóttkví. Skólanum var nýlega skipt upp í sóttvarnarhólf og því var unglingadeilin aðskilin frá yngri bekkjum. 

mbl.is