218 börn í eftirliti Covid-göngudeildar

Landspítali.
Landspítali. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls eru 26 sjúk­ling­ar nú inniliggj­andi á Land­spít­al­an­um vegna Covid-19. Þeir hafa alls verið 61 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins. Þar af eru fjór­ir á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. 1.249 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 218 börn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar segir enn fremur að  42 starfs­menn Landspítala eru í sótt­kví A og 18 starfs­menn eru í ein­angr­un.

mbl.is