22 Covid-tengdir sjúkraflutningar

mbl.is/Kristján H. Johannessen

Sjúkra­flutn­inga­fólk slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins fór í 22 sjúkra­flutn­inga tengda Covid-19 síðasta sól­ar­hring­inn.

Alls voru 94 boðanir á sjúkra­bíla. Þar af voru 34 for­gangs­flutn­ing­ar. Slökkviliðið sinnti sex útköll­um á dælu­bíla að því er seg­ir á face­booksíðu SHS.

mbl.is