Fjórir nemendur reyndust smitaðir

Alþjóðaskólinn á Íslandi er staðsettur í Garðabæ.
Alþjóðaskólinn á Íslandi er staðsettur í Garðabæ. mbl.is

Fjórir nemendur við Alþjóðaskólann á Íslandi hafa greinst með kórónuveiruna. Tæplega 40 nemendur og þrettán starfsmenn við skólann voru settir í sóttkví í síðustu viku eftir að smit kom upp hjá starfsmanni. 

Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri, segir að engin annar starfsmaður hafi reynst smitaður. Þeir nemendur sem greindust með veiruna eftir sýnatöku á föstudag höfðu verið í samskiptum við umræddan starfsmann. 

Starfsmaðurinn greindist mánudaginn 12. október og fór allur skólinn í úrvinnslusóttkví á meðan unnið var að smitrakningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert