Fjórtán grunaðir um akstur undir áhrifum

Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í gærkvöldi eða í nótt og stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjórtán ökumenn vegna þess.

Þrír af þessum ökumönnum höfðu orðið valdir að umferðaróhöppum áður en lögregla hafði afskipti af þeim, þeir allir vistaðir í fangaklefum og bíða skýrslutöku.

Alls var 91 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00 og voru sex vistaðir í fangaklefum.

mbl.is