Skaut föstum skotum á Trump

Biden ávarpaði hóp stuðningsmanna í Durham í dag.
Biden ávarpaði hóp stuðningsmanna í Durham í dag. AFP

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, skaut föstum skotum á Donald Trump Bandaríkjaforseta á kosningafundi í Durham í Norður-Karólínu í dag, í tilefni ummæla sem Trump lét falla um helgina um gott gengi í baráttunni við faraldurinn.

„Eins og afi minn hefði sagt: Ef þessum náunga finnst okkur ganga vel, þá er hann sjálfur genginn af göflunum,“ sagði Biden á kosningafundinum. Vegna sóttvarna komu gestir keyrandi á fundinn og fylgdust með úr bílsætunum. Bætti hann síðan við að faraldurinn væri nú í hæstu hæðum.

Um 27,7 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum eða 20% kosningabærra manna í ríkinu, að því er fram kemur í frétt Reuters. Biden hvatti fólk til að nýta atkvæðisréttinn.

„Við þurfum að halda ótrauð áfram, við megum ekki gefast upp. Ekki bíða  kjósið í dag,“ sagði hann.

AFP
AFP
AFP



AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert