Taka niður nýnasistaáróður

Skilaboðin vekja óhug.
Skilaboðin vekja óhug. Mynd/Twitter

Límmiðar frá nýnasistahreyfingunni Norðurvígi á biðstöð strætó hafa vakið nokkurn óhug og hvetur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, farþega til þess að kroppa límmiðana í burtu, verði þeir varir við þá.

Á límmiðunum stendur „Ísland þarf sterkt afl“ og fylgir merki hreyfingarinnar með. Guðmundur Jörundsson vakti athygli á skilaboðunum á Twitter.

„Við höfum verið að sjá svona öðru hvoru. Þessi tiltekna hreyfing hefur stundum verið að líma límmiða á skýlin og meira að segja á Gaypride-vagninn. Við auðvitað fordæmum svona skilaboð og reynum eftir bestu getu að rífa þetta af jafnóðum,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.

Vinnur nú Strætó að því að staðsetja skýlið í fyrrgreindri færslu og sjá til þess að skilaboðin verði fjarlægð. 

Gæta þarf varúðar þegar límmiðar af þessu tagi eru teknir burt þar sem rakvélarblöð hafa verið fest aftan á þá í einhverjum tilvikum að sögn Guðmundar.

Uppfært 17.06:

Skilaboðin hafa verið fjarlægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert