Allir kennarar við unglingadeild í sóttkví

Árbæjarskóli í Reykjavík.
Árbæjarskóli í Reykjavík. mbl.is

Allir kennararnir við unglingadeild Árbæjarskóla eru komnir í sóttkví, ásamt einhverjum af skólaliðum, stuðningsfulltrúum og öðrum starfsmönnum skólans.

Ekki er búið að taka ákvörðun varðandi aðra kennara og starfsmenn. 

Þetta segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri en fyrr í kvöld sendi hún tölvupóst til foreldra um að barn í skólanum hafi greinst með veiruna og að allir nemendurnir hafi verið settir í annað hvort sóttkví eða úrvinnslusóttkví.

Um 690 börn eru í skólanum og eru börnin í unglingadeildinni um 380 talsins. 

Hún segir skólayfirvöld vera að fara yfir hvernig smitið gæti hafa komið upp. Hún segir skólann reyna að vera með sóttvarnahólf eins og hægt er en sumt krossast á milli. Nefnir hún í því samhengi íþróttakennarana fimm í skólanum og matsalinn.

Guðlaug bætir við að kennararnir hafi verið mjög passasamir og að allir reyni alltaf að gera sitt besta. Nóg sé til af spritti og grímum í skólanum. Reiknað er með fjarkennslu á morgun en á miðvikudaginn kemur vetrarfrí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert