Kaupmáttaraukningin 0,7%

mbl.is/Sigurður Bogi

Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2019 um 6,1% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 3,8% á milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 0,7%.

Ráðstöfunartekjur heimilanna má skilgreina sem samtölu launatekna, eignatekna, tilfærslutekna, reiknaðs rekstrarafgangs vegna eigin eignarhalds, þar með talið íbúðarhúsnæðis, en að frádregnum eigna- og tilfærsluútgjöldum.

Heildartekjur jukust um 6%

Heildartekjur heimilanna jukust árið 2019 um 6,0% frá fyrra ári. Þar af jukust heildar launatekjur um 4,3%, rekstrarafgangur vegna eigin eignarhalds um 10% og eignatekjur um 6,4%. Heildartilfærslutekjur jukust um 10,7% á milli ára.

Þá jukust heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 5,8% en þar af jukust tilfærsluútgjöld um 5,8% og eignaútgjöld um 5,3% samkvæmt vef Hagstofu Íslands.

mbl.is