Lést í eldsvoða í Borgarfirði

mbl.is

Einn lést þegar eldur kom upp í íbúðar­húsi sveita­bæj­ar í upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar síðdegis í gær. Ekki er vitað um eldsupptök og er rannsókn á frumstigi.

Lögreglan á Vesturlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsakar eldsupptök, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þar segir enn fremur að tilkynning um eldinn hafi borist um 17:30 í gær og aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar. Slökkvilið náði tökum á eldinum á um þremur tímum og slökkvistarfi lauk um klukkan 23:00 í gærkvöldi.

Húsið er gjörónýtt.


mbl.is