Smárabíó opnað á ný

Smárabíó í Smáralind hefur verið lokað síðustu tvær vikur.
Smárabíó í Smáralind hefur verið lokað síðustu tvær vikur.

Smárabíó í Smáralind verður opnað á ný á morgun, þriðjudag, en bíóið hefur verið lokað um tveggja vikna skeið vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja um að gera hlé á starfsemi sinni.

Í tilkynningu frá Smárabíói segir að sjálfvirkni og snertilaus þjónusta muni einkenna starfsemi kvikmyndahússins. Sjálfvirk hlið hafa verið sett upp við inngang bíóhússins þar sem gestir skanna sjálfir miðann þegar gengið er inn. Þá hefur sjoppan verið endurskipulögð þannig að gestir geti að mestu keypt vörur í sjálfsafgreiðslu.

Gestir kaupa miða í sæti fyrir fram og er að minnsta kosti eitt sæti á milli ólíkra hópa. Þá er grímuskylda í bíóinu í samræmi við sóttvarnareglur.

mbl.is