Smit í Vínbúðinni Skútuvogi

Smitið kom upp innan starfsmannahóps Vínbúðarinnar í Skútuvogi.
Smitið kom upp innan starfsmannahóps Vínbúðarinnar í Skútuvogi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Smit kom upp í gær innan starfsmannahóps Vínbúðarinnar í Skútuvogi. Verður búðin þrifin og sótthreinsuð í dag og verður hún því opnuð seinna en venjulega, en vonast er til þess að það takist um miðjan dag.

Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu Vínbúðarinnar kemur fram að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð þegar smitið kom upp. Muni starfsfólk frá öðrum Vínbúðum og hluti starfsmannahópsins úr Skútuvogi standa þar vaktina næstu daga.

Uppfært kl. 11:19

Búið er opna verslunina á nýjan leik að lokinni sótthreinsun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert