Tókst á loft og slasaðist

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður var fluttur á bráðamóttökuna eftir að hafa tekist á loft við Gróttu þar sem hann var við leik á fallhlífarknúnu brimbretti síðdegis í gær. Tilkynnt var um slysið um klukkan 18 til Neyðarlínunnar en maðurinn hafnaði á grjótgarði. Talið er að hann sé ökklabrotinn. 

Síðasta sólarhringinn sinnti slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 86 sjúkraflutningum, þar af 19 forgangsflutningum og 26 voru vegna Covid-19.

Dælubílar SHS fóru í þrjú verkefni sem öll voru minni háttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert