Berast tilkynningar um gaslykt

Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið …
Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpstaðahálsi, eftir jarðskjálftana sem urðu á Reykjanesi í dag.

Frá þessu er greint á vef Veðurstofunnar. Þar segir einnig að stofnunin muni áfram fylgjast vel með virkni á svæðinu.

Um þúsund skjálftar hafi mælst á Núpstaðahálsi og við Fagradalsfjall það sem af er degi. Þar af hafi 13 skjálftar yfir þremur að stærð verið staðfestir.

„Áfram má búast við skjálftavirkni á svæðinu. Veðurstofunni hefur borist talsvert af tilkynningum um grjóthrun á Reykjanesi og er ferðafólki bent á að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum á meðan líkur eru á áframhaldandi skjálftavirkni.“

mbl.is