Börn í Seljaskóla smituð

Skólastofa í Seljaskóla sótthreinsuð síðastliðið vor.
Skólastofa í Seljaskóla sótthreinsuð síðastliðið vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komið hefur upp kórónuveirusmit hjá börnum í Seljaskóla. Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar eru nemendur unglingastigs fjórða og fimmta bekkjar farnir í sóttkví ásamt kennurum og starfsfólki sem voru á sama svæði og nemendurnir.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá stjórnendum Seljaskóla til foreldra.

Mat sérfræðinga er að ekki sé ástæða til að senda fleiri nemendur heim að svo stöddu. Unnið er að nánari rakningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert