Börn í Seljaskóla smituð

Skólastofa í Seljaskóla sótthreinsuð síðastliðið vor.
Skólastofa í Seljaskóla sótthreinsuð síðastliðið vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komið hefur upp kórónuveirusmit hjá börnum í Seljaskóla. Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar eru nemendur unglingastigs fjórða og fimmta bekkjar farnir í sóttkví ásamt kennurum og starfsfólki sem voru á sama svæði og nemendurnir.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá stjórnendum Seljaskóla til foreldra.

Mat sérfræðinga er að ekki sé ástæða til að senda fleiri nemendur heim að svo stöddu. Unnið er að nánari rakningu.

mbl.is