Börn í Urriðaholtsskóla í sóttkví

Urriðaholtsskóli.
Urriðaholtsskóli. Ljósmynd/Urriðaholt ehf.

Öll börn á deildunum Krika og Klöpp í Urriðaholtsskóla í Garðabæ þurfa að fara í sóttkví frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu skólastjóra til foreldra.

Börnin eru boðuð í skimun á fimmtudag og verða því einungis í tvo daga í sóttkví eða fram að skimun. Forráðamenn barnanna eru ekki skráðir í sóttkví og þurfa ekki að fara í skimun, en eru beðnir um að bóka tíma í sýnatöku finni þeir fyrir einkennum kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert