Enn einn 100+ sólarhringurinn

Sjúkrabílar og dælubílar höfuðborgarsvæðisins.
Sjúkrabílar og dælubílar höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Ekkert lát er á sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og síðasta sólarhringinn voru þeir 106 talsins. Vart líður sá dagur um þessar mundir að þeir séu fleiri en 100 talsins.

Sjúkraflutningafólk SHS fór í 18 forgangsverkefni og 17 flutninga tengda Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út fimm sinnum síðasta sólahringinn en ekkert stórt kom upp á.

mbl.is