Fyrrverandi félagar glíma á Twitter

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Arnþór

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi flokkssystir hans og núverandi formaður Viðreisnar, tókust í morgun á um stjórnarskrármálið. Umræður þeirra fóru ekki fram í þingsal heldur á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þorgerður fjallar um stjórnarskrármálið í grein í Fréttablaðinu í dag sem Bjarni er ekki sammála.

Hann strikar með bleikum áherslupenna yfir eftirfarandi orð úr grein Þorgerðar: „Og í spurningum um ein­stök efnis­at­riði var til að mynda yfir­gnæfandi stuðningur við að gjald­taka fyrir nýtingar­rétt að sam­eigin­legum auð­lindum skyldi byggjast á tíma­bundnum af­notum.“ 

Bjarni spyr hvers vegna svo margir fari með rangt mál um stjórnarskrármálefni þessa dagana.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgerður svaraði Bjarni og sagði að einbeittur brotavilji Sjálfstæðisflokksins til að fara gegn tillögum sem miði að tímabindingu afnotaréttar væri áhugaverður.

Þú ferð augljóslega og viljandi með rangt mál í blaði dagsins. Heldur því svo áfram hér. Það er aldrei góð opnun á rökræðu að fara með rangt mál,“ svarar Bjarni en fleiri blanda sér í umræðu þeirra, eins og sjá má ef smellt er á færslu Bjarna hér að neðan:

mbl.is