Hljóp úr pontu þegar skjálftinn reið yfir

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Skjálftinn sem reið yfir á suðvesturhorni landsins fannst greinilega á Alþingi nú laust fyrir klukkan tvö. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hljóp úr pontu til þess að leita skjóls um leið og skjálftinn fannst.

Fyrstu mælingar Veðurstofu Íslands sýna að skjálftinn hafi verið 5,6 stig og átt upptök sín vestur af Krýsuvík.

Ekki voru þó allir eins fljótir að taka til fótanna og Helgi Hrafn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sat sem fastast í forsetastól og bað þingmenn um að sýna stillingu.

„Sitjið róleg bara, sitjið róleg,“ sagði Steingrímur þegar Helgi var rokinn burt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka