Jarðskjálfti 5,6 að stærð á Reykjanesskaga

Skjálftinn var 5,6 að stærð.
Skjálftinn var 5,6 að stærð. kort/mbl.is

Jarðskjálfti 5,6 að stærð reið yfir klukkan 13:43 í dag í Núpshlíðarhálsi, 5 km vestur af Seltúni á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Einnig hefur mbl.is fengið upplýsingar um að skjálftinn hafi fundist vel í Vestmannaeyjum og Borgarnesi. Þá hefur mbl.is fengið ábendingu um að borð hafi gengið til og ljósakrónur sveiflast lengi á eftir á norðanverðu Snæfellsnesi vegna skjálftans.

Vefur Veðurstofunnar lá niðri um stutta stund í kjölfar skjálftans, ekki er vitað hvort það er vegna skjálftans. Mikið álag virðist vera á símkerfi Veðurstofunnar.

Fréttin hefur verið uppfærð

Krýsuvík er næst, en Seltún norðar. Yfir hálsinn sést í …
Krýsuvík er næst, en Seltún norðar. Yfir hálsinn sést í Hafnarfjörð. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina