Katrín í beinni í jarðskjálftanum

Katrín Jakobsdóttir var í viðtali hjá David Ignatius, blaðamanni Washington Post, þegar jarðskjálfti upp á 5,6 sem átti upptök sín um 7 km frá Kleifarvatni varð. Var Katrínu líkt og mörgum öðrum brugðið þegar skjálftinn reið yfir. 

Katrín var stödd í Stjórnarráðshúsinu og vel má heyra drunur áður en Katrín segir frá því að jarðskjálftinn standi yfir. 

Í viðtalinu svaraði Katrín spurningum Ignatious sem sneru m.a. að sóttvarnaaðgerðum á Íslandi, kvenleiðtogum í heiminum og loftslagsmálum. 

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér. 

mbl.is