Kjósa forystu á stuttu þingi

ASÍ þing verður rafrænt að þessu sinni.
ASÍ þing verður rafrænt að þessu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þing ASÍ sem fram fer á morgun verður óvenjulegt og á aðeins að standa yfir í nokkrar klukkustundir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þingið, sem hefst kl. 10 í fyrramálið, verður rafrænt þar sem afgreiða á kjarnaatriði, samkvæmt lögum ASÍ.

Þinginu verður svo frestað fram á vor þar sem fram á að fara málefnavinna skv. upplýsingum ASÍ.

Meðal tillagna sem fram eru komnar en ákveðið hefur verið að fresta til næsta vors er tillaga Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um að árlegur skattur sem sambönd og félög greiða til ASÍ verði lækkaður úr 7,85% af iðgjaldatekjum félaganna í 7%.

Ragnar Þór sagði í samtali við Morgunblaðið um ástæður tillögunnar að mikilvægt væri að fá fram umræðu um skattinn og fjármuni hreyfingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »