Snarpir eftirskjálftar og jörð skelfur áfram

Fjöldi eftirskjálfta, að minnsta kosti 98, hafa mælst síðan skjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir klukkan 13:43 í dag í Núpshlíðarhálsi, 5 km vestur af Seltúni á Reykjanesskaga. Nokkrir eftirskjálftanna voru býsna snarpir.

Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa fjórir eftirskjálftanna mælst af stærðinni 3 eða meira og hafa þeir einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölmargir mælast svo á bilinu 2 til 3 og aðrir eru minni.

Náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við mbl.is að lík­lega muni skjálfta­virkni halda áfram á svæðinu eitt­hvað fram eft­ir degi og kvöldi, þótt erfitt sé að segja til um slíkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert