45 ný smit innanlands

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greindust 45 ný smit innanlands í gær og af þeim voru 24 utan sóttkvíar við sýnatöku. Fólki í einangrun fækkar í flestum aldurshópum. Jafnframt fækkar þeim sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, eru í dag 23 en voru 25 í gær. Enn eru 3 á gjörgæslu.

Alls eru 1.206 í einangrun í dag og fækkar um 46 á milli daga en í gær voru þeir 1.252 talsins. Hins vegar fjölgar þeim sem eru í sóttkví á milli daga. Alls er 2.531 í sóttkví en voru 2.375 í gær.

Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur heldur áfram að minnka og er 266,2 en nýgengin eykst aftur á móti á landamærunum og er nú 21,8.

Eitt virkt smit fannst á landamærunum og annað er í bið eftir mótefnamælingu en alls voru tekin 318 sýni á landamærunum (skimun 1 og 2). Innanlands voru tekin 1.435 sýni.

Líkt og fyrr eru smitin flest í aldurshópnum 18-29 ára eða 362. Það er fækkun frá því í gær er þau voru 370. Níu börn yngri en eins árs eru í einangrun, 38 börn á aldrinum 1-5 ára eru í einangrun og 92 börn 6-12 ára. 70 börn á aldrinum 13-17 ára eru með Covid-19 í dag þannig að alls eru 208 börn smituð af kórónuveirunni í dag.

Á fertugsaldri eru smitin nú 190 talsins en í aldurshópnum 40-49 ára eru þau 164. Á sextugsaldri er 141 með Covid og á sjötugsaldri eru þeir 86 talsins. 39 eru með Covid á aldrinum 70-79, 13 á aldrinum 80-89 ára og tveir sem eru komnir yfir nírætt.

Enginn er í einangrun á Austurlandi og ekki heldur Norðurlandi vestra. Á Austurlandi eru hins vegar 3 í sóttkví.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.024 í einangrun og 2.041 er í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 57 smitaðir en 184 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 52 smit en 56 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 36 smit og 177 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 15 smit og 6 í sóttkví og á Vesturlandi eru 19 smit og 32 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 3 smit og 32 í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert