Beint flug geti hafist til Akureyrar

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Markaðsstofa Norðurlands ætlar að fara þess á leit að gerðar verði sérstakar ráðstafanir við sóttvarnir svo beint flug til Akureyrar geti hafist í febrúar næstkomandi.

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel stóð fyrir leiguflugi 2019 frá Rotterdam og síðasta vetur frá Amsterdam. Áform voru um áframhaldandi flug í sumar en sjálfhætt var af augljósum ástæðum.

Að fá fleiri flugfélög með beinar ferðir norður hefur verið áhersluverkefni hjá Flugklasanum Air 66N. Síðustu mánuðir hafa, að sögn Hjalta Páls Þórarinssonar hjá Markaðsstofu Norðurlands, verið vel nýttir til undirbúningsstarfs. Haft hefur verið samband við fulltrúa flugfélaga og þeim kynntur áfangastaðurinn Norðurland. Er greinilegur áhugi til staðar.

„Hollenska félagið er búið setja upp ferðir í febrúar og mars og bókanir farnar að berast,“ segir Hjalti Páll í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert