Einn í öndunarvél vegna Covid-19

Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítalans og af þeim er einn …
Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítalans og af þeim er einn í öndunarvél. Ljósmynd Landspítalinn/ÞÞ

Einn er í öndunarvél með Covid-19 á Landspítalanum en alls eru þrír af þeim 23 sjúklingum sem eru með Covid á gjörgæsludeild spítalans. Frá því þriðja bylgjan braust út 16. september hefur 71 verið lagður inn á spítalann vegna Covid-19, þar af fimm á gjörgæslu. Fjórir hafa þurft að fara í öndunarvél.

Í fyrstu bylgjunni, í mars og apríl, voru 105 lagðir inn vegna Covid og af þeim 27 sem lágu á gjörgæslu á því tímabili voru 15 í öndunarvél.

Í annarri bylgju (ágúst - 15. september) voru átta þeirra sem fengu kórónuveiruna á þeim tíma lagðir inn á sjúkrahús og af þeim þurfti einn á aðstoð öndunarvélar að halda á gjörgæsludeild Landspítalans.

Alls eru 22 starfsmenn Landspítalans smitaðir af Covid-19 og af þeim er einn inniliggjandi á spítalanum. Alls hafa 99 starfsmenn lokið einangrun. 1.239 starfsmenn hafa lokið sóttkví en allt í allt er 81 starfsmaður í sóttkví (A, B og C).

1.255 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 204 börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert