Fimm fá 100 þúsund í vasann

Víkingalottó.
Víkingalottó.

Heppinn Finni hlaut annan vinning í Víkingalottóinu í kvöld og fær hann í sinn hlut tæpar 40 milljónir króna. Fyrsti vinningur, sem hljóðaði upp á rúma 1,8 milljarða króna, gekk ekki út. 

Fimm spilarar hérlendis fengu fjórar réttar jókertölur í réttri röð og fær hver um sig 100 þúsund krónur í vinning.

Miðarnir voru keyptir í Lukku Láka í Mosfellsbæ, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og í áskrift, auk þess sem tveir voru keyptir í appinu.

Vinningstölur kvöldsins: 2-20-36-45-47-48

Víkingatalan: 4

Jókertölurnar: 0-6-8-2-9

mbl.is