Skjálfti 3,1 að stærð við Keili

Skjálftinn varð skammt frá Keili.
Skjálftinn varð skammt frá Keili. mbl.is/​Hari

Jarðskjálfti 3,1 að stærð mældist 4,5 kílómetra austur af Keili klukkan 10:14 í morgun. 27 skjálftar sem voru á bilinu 3-4 að stærð hafa því mælst síðan stór skjálfti varð um miðjan daginn á Reykjanesskaga í gær. 

Þá hafa tveir skjálftar stærri en 4 að stærð mælst síðan skjálftinn varð. Fjöldi eftirskjálfta nálgast tvö þúsund. 

mbl.is