Um 21 þúsund hafa skrifað undir á 39.is

39 átakið Geðhjálp
39 átakið Geðhjálp mbl.is/Hallur Már

Um 21 þúsund manns höfðu síðdegis í gær staðfest þátttöku sína í undirskriftasöfnuninni 39.is. Þar er skorað á stjórnvöld að setja geðheilbrigðismál í forgang aðgerða.

Í því sambandi vísar talan 39 til fjölda þeirra sem á Íslandi búa og féllu fyrir eigin hendi á síðasta ári.

Geðhjálp stendur fyrir undirskriftasöfun þessari og segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, að nöfn þeirra sem taka þátt verði afhent ráðamönnum eftir um tvær vikur. Með því verður þess krafist að úrbætur í geðheilbrigðismálum verði gerðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert