Banaslys við Lambafell

Slysið varð í nótt.
Slysið varð í nótt. mbl.is

Maður á sextugsaldri lést í nótt í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta sem hann ók féll fram af fjallsbrún.

Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi verið að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni þegar jarðýtan féll fram af með fyrrgreindum afleiðingum. 

Talið er að slysið hafi átt sér stað laust fyrir miðnætti í gærkvöldi en tilkynning um slysið barst lögreglu á sjöunda tímanum í morgun. Þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang var maðurinn látinn. 

Óska eftir aðstoð

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú málið og biður vegfarendur sem fóru um Þrengslaveg í gærkvöldi að hafa samband við lögreglu ef þeir telja sig hafa upplýsingar um tildrög slyssins. Það má gera með því að hringja í 444-2000, með því að senda tölvupóst á sudurland@logreglan.is eða með því að senda lögreglunni á Suðurlandi skilaboð á facebooksíðu hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert