Hvítabjörninn siglir inn Hvalfjörðinn

Hvítabjörninn siglir inn Hvalfjörðinn.
Hvítabjörninn siglir inn Hvalfjörðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska varðskipið Hvítabjörninn var á leið inn Hvalfjörð þegar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af því mynd, en það er ekki óalgengt að danskir varðskipsmenn komi við á Íslandi á leið sinni til Grænlands.

Veðrið var ekki til vandræða, ekki frekar en það hefur verið það sem af er októbermánuði.

Mánuðurinn hefur til þessa verið óvenjuhægviðrasamur og hitastig er víðast hvar enn nokkuð yfir frostmarki að degi til. Á sama hátt hefur rignt sérstaklega lítið, úrkoma í Reykjavík hefur mælst innan við þriðjungur meðalúrkomu.

Spár gefa í skyn að lægðir séu að verða ágengari og dýpri á næstunni. Í dag gengur í austan 13-18 m/s og enn bætir í í kvöld. Þá er ekki eins gaman að kíkja upp á dekk á varðskipi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »