Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar árásar

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlmaður á fimmtugsaldri sem er grunaður um alvarlega líkamsárás í Borgarnesi á mánudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 2. nóvember.

Hann og maðurinn sem hann er grunaður um að hafa ráðist á voru báðir fluttir á sjúkrahús með alvarlega áverka. Þeir þurftu þó ekki á gjörgæslumeðferð að halda.

Meinti árásarmaðurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en þolandinn, sem er á sextugsaldri, liggur þar enn, að sögn Jóns Sigurðar Ólasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Enn er allt mjög óljóst um tildrög árásarinnar, að sögn Jóns Sigurðar, enda hefur lögreglan einungis tekið bráðabirgðaskýrslu af mönnunum þar sem þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús.

mbl.is