Mál Ingólfs og Bjarkar fyrir MDE

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu Ljós­mynd/​ECHR

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál Ingólfs Helgasonar og Bjarkar Þórarinsdóttur til efnislegrar meðferðar. Þau voru bæði sakfelld í Hæstarétti árið 2016. Ingólfur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Björku var ekki gerð sérstök refsing. Um er að ræða stærsta sakamálið tengt hruninu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Níu fyrrverandi starfsmenn bankans voru ákærðir fyrir að hafa haft ólögmæt áhrif á verð hlutabréfa í bankanum frá haustinu 2007 og fram að falli bankans, með bæði kerfisbundnum og stórfelldum kaupum á bréfum í bankanum. Dómstóllinn hefur þegar fjallað um Al-Thani mál Kaupþingsmanna og komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að þeir hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar að því er segir í frétt Fréttablaðsins í dag.

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert