Samþykktu kjarasamning við Norðurál

Norðurál á Grundartanga.
Norðurál á Grundartanga. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsmenn Norðuráls hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning. Tæp 90% þeirra sem kusu samþykktu kjarasamninginn.

88,9% þeirra sem voru á kjörskrá kusu um samninginn. Þannig kusu 356 starfsmenn með samningi, 32 á móti og 11 starfsmenn tóku ekki afstöðu.

„Formaður Verkalýðsfélags Akraness er gríðarlega ánægður með þessa niðurstöðu og vil þakka öllum sínum félagsmönnum sem starfa hjá Norðuráli með þessa frábæru niðurstöðu og takk fyrir samstöðuna og stuðninginn í þessum erfiðu kjaraviðræðum,“ segir í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Akraness.

mbl.is