Þarf að bæta við saksóknurum

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Málum hjá ákæruvaldinu fjölgaði um 40% á síðasta ári. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði í byrjun árs eftir auknum fjárveitingum til að mæta auknum verkefnum.

Taldi hún þörf á að bæta við þremur og hálfu stöðugildi saksóknara og einu stöðugildi skrifstofumanns. Ekki er útlit fyrir að fjárveiting verði aukin vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð.

Fram kemur í skýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2019 að 9.626 mál komu til ákæruvaldsins. Ákært var í 85% þeirra. Ákærðir brotamenn voru 2.784. Flestir voru karlar á þrítugsaldri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert