Tillaga um sölu á hlut bæjarins til lífeyrissjóða

Andvirði hlutabréfanna í HS veitum verður notað í rekstur og …
Andvirði hlutabréfanna í HS veitum verður notað í rekstur og fjárfestingar bæjarins. mbl.is/Sigurður Bogi

Tillaga meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að taka tilboði félags lífeyrissjóða og fjárfesta í rúmlega 15% eignarhlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag.

Tilboðið hljóðar upp á 3,5 milljarða króna. Endanleg ákvörðun um söluna verður tekin á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.

Hafnarfjarðarbær á 15,42% eignarhlut í HS veitum. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað í vor að hefja undirbúning að sölu hlutarins en fulltrúar minnihlutans voru á móti.

Niðurstaða ferlisins var kynnt á fundi bæjarráðs sl. mánudag en bæjarráðsfulltrúar fengu engin gögn afhent á fundinum eða fyrir hann. Samkvæmt heimildum blaðsins gagnrýndu allir fulltrúar minnihlutaflokkanna vinnubrögðin. Gögnin voru send út eftir fundinn, þar á meðal tillaga um að taka hagstæðasta tilboði, með fundarboði fyrir fund bæjarráðs í dag. Þar verður tekin afstaða til tillögu meirihlutans. Telja sumir fulltrúar minnihlutans þetta allt of skamman tíma til að kynna sér og taka afstöðu til svo flókins texta sem tilboðið er, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert