30 smit og 60% í sóttkví

Ljósmynd/Lögreglan

Alls greindust 30 smit innanlands í gær. Af þeim voru 60% í sóttkví en 12 voru utan sóttkvíar. Nú eru 1.110 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Íslandi. 2542 eru í sóttkví. Í gær voru skráð 17 virk smit við landamæraskimun og beðið var niðurstöðu mótefnamælingar hjá 13, að því er segir í tilkynningu á covid.is í gær. Í dag er aftur á móti skráð eitt virkt smit á landamærunum og beðið niðurstöðu mótefnamælingar hjá fimm einstaklingum. Á sjúkrahúsi eru 18 sjúklingar með Covid-19 og þar af eru 3 á gjörgæslu.

Alls voru tekin 1387 sýni innanlands í gær og 457 við landamærin. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga er 230,7 og á landamærunum er það 22,4.

Líkt og fyrr eru smitin flest í aldurshópnum 18-29 ára eða 341. Átta börn yngri en eins árs eru í einangrun, 37 börn á aldrinum 1-5 ára eru í einangrun og 89 börn 6-12 ára. 58 börn á aldrinum 13-17 ára er með Covid-19 í dag þannig að alls eru 192 börn smituð af kórónuveirunni í dag.

Á fertugsaldri eru smitin nú 176 talsins en í aldurshópnum 40-49 ára eru þau 149. Á sextugsaldri eru 126 með Covid og á sjötugsaldri eru þeir 79 talsins. 37 eru með Covid á aldrinum 70-79, 9 á aldrinum 80-89 ára og einn sem er kominn yfir nírætt.

Á höfuðborgarsvæðinu er 971 í einangrun og 1.984 eru í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 58 smitaðir en 177 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 57 smit en 70 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 38 smit og 119 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 13 smit og 5 í sóttkví og á Vesturlandi eru 20 smit og 68 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 2 smit og 23 í sóttkví.

mbl.is